Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkstæði unga fólksins í endurbyggða herbragga
Fimmtudagur 26. ágúst 2010 kl. 19:16

Verkstæði unga fólksins í endurbyggða herbragga

Verkstæði unga fólksins er lifandi verkstæði fyrir ungt fólk sem er ekki lengur þátttakendur í atvinnulífinu eða námi. Komnar eru fram hugmyndir um aðstöðu fyrir verkstæðið í byggingum við Flugvallarveg. Á verkstæðinu við Flugvallarveg 52 er fyrirhugað að fari fram til að byrja með, úrvinnsla á bílum þar sem þátttakendum er gefinn kostur á að kynnast bílum og bílaviðgerðum. Í Grófinni 7 fer einnig fram starfsemi Verkstæðis unga fólksins og þar fer fram fjölþættari starfsþjálfun ungs fólks í fleiri löggiltum iðngreinum. Sú starfsemi hefur verið frá því síðasta vor og hefur fólk á aldrinum 18-24 ára sótt námskeið í Grófinni.

Húsnæðið sem um ræðir við Flugvallarveg 52 í Keflavík eru tvær byggingar sem voru byggðar um 1940 af bandaríska hernum og eru staðsetta á milli Reykjanesbrautar og Iðavalla. Byggingarnar voru vandaðar á sínum tíma í hefur verið í húsnæðinu starfsemi eins og t.d. áhaldahús Keflavíkurbæjar og bílapartasala BG. Fyrirhuguð starfsemi í húsinu er því í takt við fyrri starfsemi í húsunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessa dagana er unnið að endurbyggingu á eystri byggingunni á staðnum en lokið hefur verið við endurbætur á vestari byggingunni þar sem ný skel var smíðuð utanum húsið og það einangrað upp á nýtt.

Birgir Guðnason er eigandi húsanna við Flugvallarveginn og hefur fengið verkfræðistofuna Verkmátt í Reykjanesbæ til að teikna upp framtíðarskipulag húsanna. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri unnið að því að kynna hugmyndirnar sem hann vonaðist til að gætu orðið að veruleika sem fyrst. Þörfin fyrir Verkstæði unga fólksins væri til staðar og einnig sú þekking sem ætti að miðla þar.