Verksamningur við Braga samþykktur
Verksamningur um viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Garði hefur verið lagður fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs. Samningurinn var nýlega undirritaður af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra og Braga Guðmundssyni verktaka.
Samingsfjárhæð er rétt tæpar 130 milljónir króna og framkvæmdatími er áætlaður frá 24. febrúar til 21. nóvember 2014. Bæjarráð samþykkti samhljóða að staðfesta verksamninginn.