Verksamningur Eskimo við aukaleikara birtur í heild sinni
Víkurfréttir birta nú í fullri lengd þann verksamning sem fréttir snúast um í dag. Samningurinn sem birtist hér fyrir neðan er óbreyttur og er í þeirri mynd sem hann hefur birst tugum Suðurnesjamanna og hundruð Íslendinga. Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis ásamt Verslunarmannafélagi Suðurnesja sögðu í samtali við Víkurfréttir að þeir sem hafa nú þegar skrifað undir þennan samning geta haft samband til þess að fá sig undan honum.
Nú getur hver dæmt fyrir sig hvort samningurinn sé siðlaus eður ei.
Undirritaður:
Gerir samning við Eskimo Group ehf, kt:
1) Undirritaður tekur að sér hlutverk hermanns í kvikmyndinni Flags of our fathers. Undirritaður skuldbindur sig einnig til þess að mæta í búningamátun, klippingu og fá grunnþjálfun í öryggisatriðum. Hann skuldbindur sig til þess að mæta alla þá daga sem ætlast er til af honum.
2) Undirritaður veitir Eskimo Group ehf. leyfi til að mynda og hljóðrita rödd hans, allan leik hans og útlit, auk þess að nota hreyfimyndir, ljósmyndir og skuggamynd auk annarra mynda af líkamlegri eftirmynd hans auk hljóðupptöku af rödd hans í kvikmyndinni sem um getur í samningi þessum við alheimsdreifingu; í auglýsingarherferðum, kynningu, sýningu og annarri notkun myndarinnar á hvaða hátt sem nú er til og verður seinna fundin upp.
3) Undirritaður viðurkennir að hann mun ekki í nútíð eða framtíð halda fram við Eskimo Group ehf., eða nokkra arftaka þess fyrirtækis, að hann eigi nokkra kröfu eða annan rétt vegna notkunar Eskimo Group ehf. á myndum/eða öðrum upptökum af undirrituðum í kvikmyndinni Flags of our fathers.
4) Undirritaður mun hlýta í öllu þeim boðum og bönnum sem sett eru fram af Eskimo Group ehf og/eða öðrum fyrirtækjum og öryggisráðgjöfum sem koma að framleiðslu myndarinnar, einkanlega því sem viðkemur öryggi á tökustað, undirbúningssvæði og æfingasvæði. Á þetta við (en einskorðast ekki við)
a) að halda kyrru fyrir á svæðum sem eru gefin til kynna sem örugg svæði á meðan ekki er verið að leika í kvikmyndinni, b) að framfylgja tilmælum á þann hátt að ekki hljótist slys á undirrituðum eða öðrum, c) að taka ekki inn sljóvgandi eða örvandi efni sem geta hindrað undirritaðan í að inna af hendi starf sem hann er ráðin til.
5) Undirritaður viðurkennir að hann geti framkvæmt hvert og eitt verk sem ætlast er til af honum. Undirritaður gerir sér grein fyrir að hafi hann gefið ranga mynd af hæfileikum sínum til að framkvæmda verk sem honum verða falin muni það verða þess valdandi að honum verði vikið úr starfi undantekningalaust.
6) Undirritaður veitir hér með samþykki fyrir því að Eskimo Group ehf. geti sannreynt, í samráði við lögregluyfirvöld, að hann hafi hreint sakarvottorð og uppfylli öll önnur skilyrði sem yfirvöld gera til þeirra sem sækja um skotvopnaleyfi.
7) Undirritaður samþykkir og gerir sér grein fyrir að vegna hlutverks síns gæti hann fengið í hendurnar leikmuni sem eru vopn og fylgihlutir. Þessir leikmunir eru alfarið á ábyrgð leikarans frá því hann fær þá í hendurnar og þar til leikmunaverðir taka við þeim aftur. Sé þessum leikmunum ekki skilað til baka mun fara fram lögreglurannsókn og leggst á viðkomandi fjársekt að upphæð 2 milljónir ISK.
8) Laun eru trúnaðarmál og er ekki leyfilegt undir neinum kringumstæðum að ræða um þau á tökustað né utan hans. Laun verða greidd í lok hverrar viku. Með undirritun sinni viðurkennir undirritaður að laun þau sem ákveðin hafa verið eru fullnaðarlaun fyrir vinnu hans við kvikmyndina Flags of our fathers.
9) Undirritaður starfar að verki sínu algjörlega á eigin ábyrgð, þ.e. Eskimo Group ehf. er ekki ábyrgt fyrir líkams- eða heilsutjóni og/eða fjárhagstjóni sem undirritaður kann að verða fyrir við verk sitt. Undirritaður staðfestir hér með að honum sé ljóst að hann sé ábyrgur fyrir öllum tryggingum varðandi sjálfan sig.
10) Ég undirritaður skuldbind mig til þess að fara með allar upplýsingar, sem mér berast vegna vinnu minnar, og/eða hugsanlegrar vinnu við fyrirhugað verkefni sem algert trúnaðarmál. Ég mun hvorki í ræðu né riti upplýsa um neitt það, sem varðar kvikmyndaverkefni þetta, og ég mun aldrei, hvorki beint eða óbeint, láta öðrum í té upplýsingar er varða verkefnið.
Ég staðfesti, að starfsmenn Eskimo Group ehf. hafa gert mér ljósa grein fyrir því, að þessi trúnaður er alger forsenda þess, að ég fái starf við verkefnið. Jafnframt hefur mér verið gerð grein fyrir því, að brot á þessum trúnaði getur valdið framleiðendum kvikmyndarinnar tjóni, sem kynni að nema háum fjárhæðum. Mér er ljóst, að yrði slíkt tjón rakið til brots af minni hálfu á trúnaðarskyldu samkvæmt yfirlýsingu þessari, kann það að leiða til bótaskyldu minnar.
11) Rísi ósættanlegur ágreiningur um innihald samningsins skal málinu vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum og skulu samningsaðilar halda hvor sínu eintaki og skal hann vera trúnaðarmál milli samningsaðila.
12) Undirritaður hefur lesið allan samninginn og með undirskrift sinni er hann samþykkur öllum liðum hans.
Samningur þessi tekur gildi við undirritun.
Nú getur hver dæmt fyrir sig hvort samningurinn sé siðlaus eður ei.
Undirritaður:
Gerir samning við Eskimo Group ehf, kt:
1) Undirritaður tekur að sér hlutverk hermanns í kvikmyndinni Flags of our fathers. Undirritaður skuldbindur sig einnig til þess að mæta í búningamátun, klippingu og fá grunnþjálfun í öryggisatriðum. Hann skuldbindur sig til þess að mæta alla þá daga sem ætlast er til af honum.
2) Undirritaður veitir Eskimo Group ehf. leyfi til að mynda og hljóðrita rödd hans, allan leik hans og útlit, auk þess að nota hreyfimyndir, ljósmyndir og skuggamynd auk annarra mynda af líkamlegri eftirmynd hans auk hljóðupptöku af rödd hans í kvikmyndinni sem um getur í samningi þessum við alheimsdreifingu; í auglýsingarherferðum, kynningu, sýningu og annarri notkun myndarinnar á hvaða hátt sem nú er til og verður seinna fundin upp.
3) Undirritaður viðurkennir að hann mun ekki í nútíð eða framtíð halda fram við Eskimo Group ehf., eða nokkra arftaka þess fyrirtækis, að hann eigi nokkra kröfu eða annan rétt vegna notkunar Eskimo Group ehf. á myndum/eða öðrum upptökum af undirrituðum í kvikmyndinni Flags of our fathers.
4) Undirritaður mun hlýta í öllu þeim boðum og bönnum sem sett eru fram af Eskimo Group ehf og/eða öðrum fyrirtækjum og öryggisráðgjöfum sem koma að framleiðslu myndarinnar, einkanlega því sem viðkemur öryggi á tökustað, undirbúningssvæði og æfingasvæði. Á þetta við (en einskorðast ekki við)
a) að halda kyrru fyrir á svæðum sem eru gefin til kynna sem örugg svæði á meðan ekki er verið að leika í kvikmyndinni, b) að framfylgja tilmælum á þann hátt að ekki hljótist slys á undirrituðum eða öðrum, c) að taka ekki inn sljóvgandi eða örvandi efni sem geta hindrað undirritaðan í að inna af hendi starf sem hann er ráðin til.
5) Undirritaður viðurkennir að hann geti framkvæmt hvert og eitt verk sem ætlast er til af honum. Undirritaður gerir sér grein fyrir að hafi hann gefið ranga mynd af hæfileikum sínum til að framkvæmda verk sem honum verða falin muni það verða þess valdandi að honum verði vikið úr starfi undantekningalaust.
6) Undirritaður veitir hér með samþykki fyrir því að Eskimo Group ehf. geti sannreynt, í samráði við lögregluyfirvöld, að hann hafi hreint sakarvottorð og uppfylli öll önnur skilyrði sem yfirvöld gera til þeirra sem sækja um skotvopnaleyfi.
7) Undirritaður samþykkir og gerir sér grein fyrir að vegna hlutverks síns gæti hann fengið í hendurnar leikmuni sem eru vopn og fylgihlutir. Þessir leikmunir eru alfarið á ábyrgð leikarans frá því hann fær þá í hendurnar og þar til leikmunaverðir taka við þeim aftur. Sé þessum leikmunum ekki skilað til baka mun fara fram lögreglurannsókn og leggst á viðkomandi fjársekt að upphæð 2 milljónir ISK.
8) Laun eru trúnaðarmál og er ekki leyfilegt undir neinum kringumstæðum að ræða um þau á tökustað né utan hans. Laun verða greidd í lok hverrar viku. Með undirritun sinni viðurkennir undirritaður að laun þau sem ákveðin hafa verið eru fullnaðarlaun fyrir vinnu hans við kvikmyndina Flags of our fathers.
9) Undirritaður starfar að verki sínu algjörlega á eigin ábyrgð, þ.e. Eskimo Group ehf. er ekki ábyrgt fyrir líkams- eða heilsutjóni og/eða fjárhagstjóni sem undirritaður kann að verða fyrir við verk sitt. Undirritaður staðfestir hér með að honum sé ljóst að hann sé ábyrgur fyrir öllum tryggingum varðandi sjálfan sig.
10) Ég undirritaður skuldbind mig til þess að fara með allar upplýsingar, sem mér berast vegna vinnu minnar, og/eða hugsanlegrar vinnu við fyrirhugað verkefni sem algert trúnaðarmál. Ég mun hvorki í ræðu né riti upplýsa um neitt það, sem varðar kvikmyndaverkefni þetta, og ég mun aldrei, hvorki beint eða óbeint, láta öðrum í té upplýsingar er varða verkefnið.
Ég staðfesti, að starfsmenn Eskimo Group ehf. hafa gert mér ljósa grein fyrir því, að þessi trúnaður er alger forsenda þess, að ég fái starf við verkefnið. Jafnframt hefur mér verið gerð grein fyrir því, að brot á þessum trúnaði getur valdið framleiðendum kvikmyndarinnar tjóni, sem kynni að nema háum fjárhæðum. Mér er ljóst, að yrði slíkt tjón rakið til brots af minni hálfu á trúnaðarskyldu samkvæmt yfirlýsingu þessari, kann það að leiða til bótaskyldu minnar.
11) Rísi ósættanlegur ágreiningur um innihald samningsins skal málinu vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum og skulu samningsaðilar halda hvor sínu eintaki og skal hann vera trúnaðarmál milli samningsaðila.
12) Undirritaður hefur lesið allan samninginn og með undirskrift sinni er hann samþykkur öllum liðum hans.
Samningur þessi tekur gildi við undirritun.