Verknám heilbrigðisstétta við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Undanfarin ár hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekið þátt í kennslu og þjálfun hjúkrunar-, ljósmæðra- og sjúkraliðanema. Svo skemmtilega vill til að nú eru tólf nemendur við klínískt nám á deildum H.S.S. undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða.
Í hópnum eru tveir hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranámi við Háskóla Íslands, sex hjúkrunarnemar við Háskólanum á Akureyri í fjarnámi í Miðstöð símenntunar og fjórir sjúkraliðanemar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Á myndinni er þessi föngulegi hópur ásamt Ernu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra og Konráði Lúðvíkssyni yfirlækni. Einn hjúkrunarnemann vantar á myndina, en hún var að fylgjast með á skurðstofu þegar myndin var tekni.
Í hópnum eru tveir hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranámi við Háskóla Íslands, sex hjúkrunarnemar við Háskólanum á Akureyri í fjarnámi í Miðstöð símenntunar og fjórir sjúkraliðanemar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Á myndinni er þessi föngulegi hópur ásamt Ernu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra og Konráði Lúðvíkssyni yfirlækni. Einn hjúkrunarnemann vantar á myndina, en hún var að fylgjast með á skurðstofu þegar myndin var tekni.