Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verklegt flugvirkjanám í Eldey
Miðvikudagur 4. júní 2014 kl. 09:13

Verklegt flugvirkjanám í Eldey

– 28 nýnemar hefja nám í flugvirkjun á Ásbrú í haust

Fyrsta starfsári Flugvirkjabúða Keilis er nú að ljúka þar sem 24 nemendur stunda flugvirkjanám á vegum Air Service Training ltd. (AST) í samstarfi við Keili.  Um er að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja.

Námið tekur mið af námsskrá sem gefin er út af EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu skírteina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flugvirkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhaldsfyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar.

Nám í flugvirkjun er fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar.

„Það er mikið gleðiefni hve jákvæð viðbrögð námið hefur hlotið í samfélaginu og því mjög ánægjulegt að klasasamstarf við Kadeco og Hekluna sé virkt í samstarfi við uppbyggingar á verklegri kennsluaðstöðu í Eldey fyrir flugvirkjanámið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Rúnar segir að mikil aðsókn hafi verið í flugvirkjanámið og að 28 nýnemar hefja nám í flugvirkjun nk. haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024