Verkís vinnur nýtt aðalskipulag fyrir Suðurnesjabæ
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Verkís ehf um gerð nýs aðalskipulags fyrir Suðurnesjabæ og samþykkti þar samhljóða tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Þrjú teymi voru valin til frekari þátttöku í hugmyndasamkeppni um framtíð Suðurnesjabæjar í tengslum við mótun nýs aðalskipulags. Teymin þrjú eru: Efla og Nordic arkitektar; Verkís og Yrki arkitektar.
Teymin kynntu tillögur sínar á íbúaþingi þar sem íbúum og hagsmunaaðilum í Suðurnesjabæ gafst tækifæri til að kynna sér tillögurnar, ræða við höfunda og koma með ábendingar um það sem gott er og betur mætti fara.
Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag fyrir Suðurnesjabæ taki gildi árið 2022.
Uppfært:
Ákvörðun Suðurnesjabæjar að ganga til samninga við Verkís hefur verið kærð til Kærunefndar útboðdsmála. Lögmenn Lækjargötu f.h. Yrkis arkitekta ehf. lögðu fram kæru í málinu.
Kæran var lögð fram til kynningar á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar Jafnframt var svar Suðurnesjabæjar lagt fram sem þegar hefur verið sent til Kærunefndar útboðsmála.