Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkfallsbrjótar á sjó frá Sandgerði
Dragnótabáturinn Siggi Bjarna GK. Mynd úr safni.
Þriðjudagur 3. janúar 2017 kl. 15:21

Verkfallsbrjótar á sjó frá Sandgerði

Fulltrúar Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis vilja meina að verkfallsbrot hafi verið framið þegar tvö af skipum Nesfisks fóru á sjó í morgun. Magnús Magnússon, formaður VSFS, mun taka á móti skipunum þegar þau koma í land síðdegis.

Skipin sem fóru á sjó og séu að brjóta sjómannaverkfallið séu Sigurfari GK og Siggi Bjarna GK.

Í áhöfnum skipanna eru lögskráðir menn sem eiga að vera í verkfalli. Magnús segir að í öðru tilvikinu, á Sigurfara GK, hafi matsveinn verið skilinn eftir í landi þannig að aðrir í áhöfn séu að ganga í hans störf um borð. Magnús hafði ekki upplýsingar um hvernig mönnun á Sigga Bjarna GK væri háttað en þar séu um borð lögskráðir sjómenn sem eigi að vera í verkfalli.

Magnús átti ekki von á harkalegum aðgerðum þegar bátarnir kæmu í land, heldur verði afhent viðeigandi gögn varðandi verkfallsbrotin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024