Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkfall kemur verst niður á Suðurnesjum
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 09:40

Verkfall kemur verst niður á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra kemur harðast niður á konum á Suðurnesjum þegar það skellur á á miðnætti á miðvikudag.
Öll þjónusta við fæðandi konur leggst niður á fimmtudag og föstudag á Suðurnesjum og þurfa konur því að leita á Landspítalann í Reykjavík. Allar konur sem eiga von á sér næstu daga og vikur eru nú sendar heim.


„Hér verður lokað. Samkvæmt neyðaráætlun ríkisins er engin þjónusta hér og því leggst þjónustan alfarið af á fæðingardeildinni. Mæðravernd og fæðingardeild verður lokað og þjónusta í ungbarnaeftirliti skerðist," segir Guðrún Guðbjartsdóttir, deildarstjóri á Suðurnesjum í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Fæðandi Suðurnesjakonur þurfa að keyra til Reykjavíkur til að sækja fæðingarþjónustu ef þær fá hríðir eftir miðnætti á miðvikudag, á fimmtudag eða föstudag. Konur sem liggja á fæðingardeildinni verða sendar heim um miðnætti en konur sem bíða aðgerðar verða fluttar á aðrar deildir. Guðrún segir að 28 konur eigi von á sér á næstu vikum.


Heimild: Visir.is