Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Verkfall hefur áhrif á millilandaflug
  • Verkfall hefur áhrif á millilandaflug
Miðvikudagur 30. september 2015 kl. 17:02

Verkfall hefur áhrif á millilandaflug

– lögreglumenn hvetja ráðamenn til að leysa úr hnút sem kjaradeila er í

Lögreglufélag Suðurnesja hélt fjölmennan félagsfund í dag þar sem kjaramál lögreglumanna voru til umfjöllunar. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„LS sendir SFR og SLFÍ baráttukveðjur í þeim verkföllum sem framundan eru ef fer sem horfir. Fundurinn hvetur ráðamenn til að ganga hratt til verka og leysa strax úr þeim hnút sem kjaradeila LL, SFR og SLFÍ er í.

Fundurinn er samhljóða um að lausnin blasi við, aðeins þurfi að ganga til verka. Fundurinn telur mikilvægt að ganga þurfi frá kjarasamning við ofangreind félög áður en komi til verkfalla.

Ljóst er að ef til verkfalls kemur mun það hafa áhrif á allt millilandaflug þar sem landamæraverðir eru á leið í verkfall“.

Undir ályktunina ritar Lögreglufélag Suðurnesja.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024