Verkfall blasir við hjá Starfsmannafélagi Suðurnesja
Þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir hefur Launanefnd sveitarfélaga (LN) ekki svarað Starfsmannafélagi Suðurnesja (STFS) frekari viðræður varðandi gerð nýs kjarasamnings. Þrátt fyrir að kjarasamningur félagsins við LN rann út 31. mars, hefur enginn fundur verið haldinn. Félagið mun því næstu dögum undirbúa trúnaðarmannafund og afla verkfallsheimildar.
Samráðsnefnd STFS og LN hefur haldið tvo fundi til að ræða starfsmatið og á seinni fundinum sem haldinn var 13. júní var LN tilkynnt að STFS myndi ekki taka upp hið nýja starfsmatskerfi.
Starfsmatskerfið er ætlað til að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
Starfsmannafélag Garðabæjar hefur einnig hafnað því að taka upp nýja starfsmatskerfið og náð samkomulagi við LN um að fá 3% til að laga til flokka hjá sér. Krafa STFS er að Starfsmannafélags Suðurnesja fái 4% til að laga flokka.
Mánudaginn 27. júní átti formaður STFS fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem er stærsta bæjarfélagið ásamt starfsþróunarstjóra bæjarins þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu mála. Var óskað eftir því að bæjarstjóri myndi beita sér fyrir því að fá LN að samningaborðinu.
Samráðsnefnd STFS og LN hefur haldið tvo fundi til að ræða starfsmatið og á seinni fundinum sem haldinn var 13. júní var LN tilkynnt að STFS myndi ekki taka upp hið nýja starfsmatskerfi.
Starfsmatskerfið er ætlað til að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
Starfsmannafélag Garðabæjar hefur einnig hafnað því að taka upp nýja starfsmatskerfið og náð samkomulagi við LN um að fá 3% til að laga til flokka hjá sér. Krafa STFS er að Starfsmannafélags Suðurnesja fái 4% til að laga flokka.
Mánudaginn 27. júní átti formaður STFS fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem er stærsta bæjarfélagið ásamt starfsþróunarstjóra bæjarins þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu mála. Var óskað eftir því að bæjarstjóri myndi beita sér fyrir því að fá LN að samningaborðinu.