Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkfærum stolið í innbroti
Fimmtudagur 15. júní 2006 kl. 09:40

Verkfærum stolið í innbroti

Innbrot var framið í byggingarfyrirtæki í Grófinni í Keflavík aðfaranótt gærdagsins. Hafði verið farið inn með því að spenna upp glugga og var ýmsum handverkfærum stolið, s.s. Wild hæðarkíki, DeWalt stingsög, Festo fræsara, Hilti naglabyssu, tveimur Bosch hleðsluborvélum, Hitachi slípirokk og tveimur verkfæratöskum. Málið er í rannsókn.

Þá tilkynnt um skemmdarverk á bifreið við Suðurvelli í Keflavík. Hafði rúða verið brotin og kvenveski hrifsað á brott.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024