Verkfærum stolið að andvirði 700 þúsund krónur
Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um tvö þjófnaðarmál og innbrot í vikunni. Þeim var tilkynnt um mann sem hafði stungið varningi í verslun í bakpoka sinn og var hann stöðvaður þegar hann var kominn fram hjá afgreiðslukössunum. Í bakpoka hans reyndust vera kjúklingur, lambalæri og sælgæti. Allt þetta var að andvirði á sjöunda þúsund kr.
Þá var tilkynnt um stuld á JBL hátalara úr verslun í Keflavík.
Brotist var inn í tvö húsnæði að Ásbrú þaðan sem stolið var verkfærum að verðmæti um 700 þúsund krónur.
Lögregla rannsakar málin.