Verkfæraþjófar á ferð
Í fyrrinótt var brotist inn í einbýlishús í smíðum við Þinghól 9 í Sandgerði og fjölmörgum rafmagnsverkfærum stolið.
Verkfæraþjófnaður hefur færst mjög í aukana á athafna- og byggingasvæðum, eins og fjölmiðlar hafa greint frá. Fram hafa komið grunsemdir um að stolnum verkfærum sé smyglað úr landi í stórum stíl.
Þeir sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir við Þinghól 9 umrædda nótt eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1700. Vefurinn 245.is greinir frá þessu.
Mynd: Þinghóll 9 þaðan sem verkfærunum var stolið. Mynd/www.245.is