Verkefnastjóri ráðinn
Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa samþykkt að auglýsa eftir verkefnisstjóra vegna stofnunar framhaldsskóla í bæjarfélaginu.
Framhaldsskóli í einhverri mynd hefur um nokkurn tíma verið í umræðunni og skaut hún upp kollinum í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar þegar aflaheimildir voru skornar niður í haust.
Hugmyndin er að ráða verkefnastjóra tímabundið til eins árs. Hlutverk hans verður að fara vel yfir þessi mál í heild sinni og safna upplýsingum.
Framhaldskólanemar í Grindavík sækja flestir nám í FS.
Mynd/elg: Úr kennslustund í FS. Þangað sækja grindvísk ungmenni nám.