Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkalýðshreyfingin snúi bökum saman og ágreiningur verði lagður til hliðar
Mánudagur 2. maí 2022 kl. 11:23

Verkalýðshreyfingin snúi bökum saman og ágreiningur verði lagður til hliðar

„Það er mikilvægt að við sem stöndum að verkalýðshreyfingunni snúum bökum saman, leggjum ágreininga til hliðar og komum sterk til baráttunnar og göngum í takt.“ Þetta segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í ávarpi sem hún birti í tilefni af 1. maí.

1. maí pistill formanns

Ágætu félagar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er 1. maí runninn upp aftur. Að þessu sinni með aðeins öðru sniði en undanfarin tvö ár þar sem engin höft eða samgöngubönn eru við lýði.
Við njótum þess. Njótum þess að mega hitta fjölskyldur og vini og njótum þess að mega koma saman og spjalla og funda.
Þetta ár er stórt í verkalýðsbaráttunni þar sem fyrsti kjarasamningurinn losnar. Undirbúningur er hafinn við kröfugerð hjá félögum og verið að stilla saman strengi.

Yfirskrift hátíðanna að þessu sinni er Við vinnum.

„Vinnandi fólk skapar verðmæti samfélagsins og heldur hjólum atvinnulífsins gangandi. Aldrei varð þetta skýrara en í gegnum heilan heimsfaraldur þar sem launafólk stóð vaktina og hélt öllu samfélaginu gangandi. Í lok dags var það svo að mörg fyrirtæki gátu vel við unað í gegnum slíkt ófremdarástand sem faraldurinn var. Áður óséðar arðgreiðslur runnu óskiptar í vasa eigenda og kauphallir sprungu út. Þetta góðæri fjármagnseigenda var borið uppi á bökum vinnandi fólks.“ (Así; 2022)

Það kveður sífellt við þann tón að ekkert sé til þegar samningar losna og margir þreytast seint við að kveða þessu möntru. Enga að Síður virðist þessi mantra ekki eiga við stjórnendur fyrirtækja og eigendur. Það virðist alltaf lítið pokahorn vera til með sjóðum þá.
Þessa misskiptingu verður að kveða niður. Vinnandi fólk á ekki að sitja eftir. En það er því miður reyndin.

„Reyndin er samt sú að enn búa hópar launafólks við kröpp kjör og ófullnægjandi laun þrátt fyrir að vinna fullan vinnudag. Þessir hópar eiga erfiðast uppdráttar á stökkbreyttum fasteignamarkaði. Þessir hópar fá minnstan stuðning stjórnvalda. En þau eru líka við. Og við stöndum saman og við vinnum.“ (ASÍ: 2022).

Hvernig er það staðreynd að einstaklingur sem vinnur fullan vinnudag, jafnvel með aukastarf og auka starf ofan á það, á ekki fyrir lifibrauði út mánuðinn. Þessi sami einstaklingur er fastur á leigumarkaði þar sem hann nær ekki greiðslumati til að borga 150 þúsund í íbúðalán en er að borða þegar 250 þúsund í leigu. Hann hefur ekki nokkurn möguleika á að safna sér fyrir útborgun vegna þess að það er hreinlega enginn afgangur.

„Með samstöðu getum við náð fram brýnum kjarabótum fyrir þau okkar sem helst þurfa. Við höfum unnið marga sigra í gegnum tíðina og munum vinna marga fleiri. Í haust losna kjarasamningar á almennum markaði og þá stöndum við saman til að vinna okkar málefnum brautargengi.“ (ASÍ; 2022)

Það er mikilvægt að við sem stöndum að verkalýðshreyfingunni snúum bökum saman, leggjum ágreininga til hliðar og komum sterk til baráttunnar og göngum í takt.

Við vinnum!

Í tilefni dagsins ætla stéttarfélögin á Suðurnesjum að halda upp á daginn með öðru sniði en vant er. Við ætlum að bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins heim í kaffisopa og spjall á skrifstofum stéttarfélagana í Krossmóa 4 4. Hæð milli kl. 14-16 á hátíðardaginn. Við hvetjum fólk til að kíkja við og kynna sér starfsemi félaganna og fá sér kaffisopa og léttar veitingar.

Til hamingju með daginn!
Guðbjörg Kristmundsdóttir
Formaður VSFK