Verkalýðsfélag Grindavíkur mótmælir fyrirætlun ríkisstjórnar
Aðalfundur Verkalýðsfélag Grindavíkur haldinn 2. Júní 2009 mótmælir harðlega þeirri fyrirætlun Ríkisstjórnar Íslands að innkalla aflaheimildir sem útgerðamenn hafa fengið úthlutað og eða keypt samkvæmt núgildandi lögum.
Um helmingur allra Grindvíkinga lifa beint eða óbeint á sjósókn og fiskverkun og mun innköllun kvótans því fljótt segja til sín í versnandi afkomu verkafólks og bæjarfélagsins í heild, segir í ályktun félagsins.