Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkalýðsfélag Grindavíkur gagnrýnir Seðlabankann
Þriðjudagur 10. nóvember 2015 kl. 13:08

Verkalýðsfélag Grindavíkur gagnrýnir Seðlabankann

Verkalýðsfélag Grindavíkur mótmælir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands. „Að okkar mati kemur þetta harðast niður á þeim sem lægst hafa kjörin og virðist helsta markmiðið vera að koma verðbólgunni af stað,“ segir á fésbókarsíðu verkalýðsfélagsins.

Jafnframt segir: „Við skorum á seðlabankastjóra að reyna frekar að auðvelda fólki að ráða við skuldir sínar. Við viljum líka benda honum á að almenningur á Íslandi er upp til hópa bráðvel gefið og heiðarlegt fólk sem er að reyna að standa við skuldbindingar sínar. Því miður verður það sama ekki sagt um bankakerfið“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024