Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verk Jóns Þórissonar valið
Laugardagur 5. maí 2007 kl. 12:02

Verk Jóns Þórissonar valið

Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa kunngjört hvaða listaverk verður sett upp við höfnina í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar frá Sandgerði en efnt var til samkeppni um verkið.
Af þeim 14 tillögum sem bárust í samkeppnina var niðurstaðan sú að verkið Hvirfill eftir Jón Þórisson yrði fyrir valinu. Einnig voru veitt aukaverðlaun fyrir þrjú önnur verk. Í öðru sæti var verkið Rán eftir Magnús Rannver Rafnsson, í þriðja sæti verk eftir Guðmund R. Lúðvíksson og aukverðlaun fyrir fjórða sætið hlaut Einar Marinó Marinósson.

Þann 4. febrúar síðastliðin voru liðin 100 frá að að mb Gammur lagðist við akkeri í Sandgerðisvík og hóf fiskveiðar frá Sandgerði. Af því tilefni var ákveðið að setja upp minnismerki á Hafnarsvæðinu vestan við ljósavitann.

 

 

Mynd: Málverk af mb. Gammi, en hann markaði upphaf vélbátaútgerðar í Sandgerði fyrir 100 árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024