Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verk Fríðu Rögnvaldsdóttur tilnefnt til virtra verðlauna
Þriðjudagur 15. nóvember 2011 kl. 09:28

Verk Fríðu Rögnvaldsdóttur tilnefnt til virtra verðlauna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verk eftir myndlistarkonuna Fríðu Rögnvaldsdóttur hefur verið valið úr hópi 300 tilnefninga í úrslit Sovereign European Art verðlaunanna 2011. Verkið Vinkonur er unnið með steypu á striga og málað með akril í stærðinni 120x80. Einungis 30 listamenn komust í úrslit og því ljóst að heiðurinn er mikill.


The Sovereign Art Foundation eru góðgerðarsamtök. Þau styðja börn sem á einhvern hátt standa höllum fæti, með því að nota skapandi greinar til fræðslu, meðferðar og endurhæfingar. Samtökin voru stofnuð í Hong Kong árið 2003 og starfa nú einnig í Bretlandi og Afríku.


Á heimsíðu samtakanna má sjá þau 30 verk sem tilnefnd eru.


Úrslitin verða kunngjörð á gala-kvöldi þann 29. nóvember n.k. í Istanbúl, Tyrklandi. Þar verða verk listamannanna boðin upp.