Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 8. desember 2001 kl. 12:28

Verið að skreyta nýtt tré úr Skorradal

Nú eru starfsmenn Verktakasambandsins að skreyta nýtt jólatré á Tjarnargötutorgi í Keflavík. Tréð far fengið í stað þess sem brotnaði í óveðrinu í gær.Kveikt verður á jólaljósunum síðdegis í dag og verður norski sendiherrann þar í aðalhlutverki því tréð sem brotnaði var gjöf frá Kristiansand í Noregi, vinabæ Reykjanesbæjar.

Svo er bara að vona að íslenska tréð standi uppi fram til jóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024