Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verið að skoða að hleypa Grindvíkingum inn fyrir jól
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 18. desember 2023 kl. 14:40

Verið að skoða að hleypa Grindvíkingum inn fyrir jól

Sögur eru um að einhverjir hafi dvalið í húsum sýnum í Grindavík þrátt fyrir að bærinn sé rýmdur daglega eftir klukkan níu á kvöldin.  Þannig hafði lögreglan afskipti af hjónum sem hugðust dvelja næturlangt á heimili sínu í nótt sem leið. Talsverð umræða er um þetta á samfélagsmiðlum og yfirvöld eru upplýst um það.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, segir að til greina komi að aflétta rýmingu við óbreytt eða batnandi ástand en Veðurstofan hyggst uppfæra gildandi hættumatskort nk. miðvikudag. Lögreglan er og hefur verið með sólarhringsvakt í Grindavík allt frá rýmingu bæjarins þann 10. nóvember sl. og hefur það eftirlit gengið vel og fáir verið til vandræða. „Ég skil að Grindvíkingar séu orðnir þreyttir á ástandinu sem staðið hefur yfir í rúman mánuð og við þekkjum þetta tilvik með hjónin frá því í gærkvöldi sem vildu dvelja næturlangt í húsi sínu. Ég get sett mig í þeirra spor en vil nota tækifærið og þakka Grindvíkingum fyrir farsælt samstarf við erfiðar aðstæður. Ekki hefur komið til þess að fjarlægja hafi þurft fólk með valdi enda hef ég engan áhuga á því og vona því innilega að þessu ástandi fari að ljúka þannig að Grindvíkingar geti snúið heim á ný og í þokkalegri sátt við þá sem stýra viðbragði hér á Suðurnesjum. Sumir verða auðvitað í þeim sporum að geta ekki snúið til baka í sín hús og aðrir munu ekki treysta sér til þess. Þannig er nú málum háttað. Vonandi eru bjartari tímar framundan,“ sagði Úlfar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024