Verður „Slökkvilið Suðurnesja“ að veruleika?
– Grindavík og Sandgerði boðið með í byggðarsamlag
Grindavíkurbæ hefur verið boðið til viðræðna um stofnun byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja. Aðildarsveitarfélög Brunavarna Suðurnesja eru Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.
Sandgerðisbæ hefur einnig verið boðið til viðræðna um aðild að stofnun byggðasamlags um brunavarnir á Suðurnesjum. Bæjarráð Grindavíkur afgreiddi málið með því að fresta því til næsta fundar.