Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Verður Sigríður Björk næsti lögreglustjóri?
Miðvikudagur 24. september 2008 kl. 11:48

Verður Sigríður Björk næsti lögreglustjóri?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri, vill hvorki játa því né neita í samtali við visir.is að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum þegar Jóhann R. Benediktsson lætur af störfum. Hún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um slíkt.

Visir segir frá því að orðrómur sé uppi um að hún muni sækja um starfið, enda hafi hún notið mikils trausts hjá dómsmálaráðherra í störfum sínum hingað til.
Sigríður Björk var skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri í desember 2006, en áður var hún sýslumaður á Ísafirði. Hún er eiginkona  Skúla S. Ólafssonar, sóknarprests í Keflavíkurprestakalli.

Harðvítugar deilur spruttu upp  í sókninni um ráðningu sr. Skúla á sínum tíma og blandaðist þá nafn Sigríðar inn í þá umræðu í tengslum við ráðningu á nýjum sýslumanni, sem reynt var að tengja við ráðningu Skúla. Hún reyndist ekki vera á meðal umsækjenda þegar upp var staðið.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa stöðu lögreglustjóra næsta vor þrátt fyrir að Jóhann hafi ekki óskað undan lausn frá embætti. Jóhann nýtur mikils stuðnings í samfélaginu sem sést m.a. annars á því að yfir eitt þúsund manns hafa ritað nöfn sín á stuðningsíðu á Facebook. Mikil ónægja er með ákvörðum dómsmálaráðherra og er talað um að hann leggi Jóhann í einelti í ljósi þess sem á undan er gengið.

Jóhann hefur boðað starfsfólk embættisins til fundar í dag, þar sem gert er ráð fyrir að hann tilkynni um starfslok sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/visir.is: Sigríður Björk Guðjónsdóttir.