Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður Reykjaneshöfn beitt öðru févíti?
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 17:04

Verður Reykjaneshöfn beitt öðru févíti?


Um næstu mánaðamót er gjalddagi á um 100 milljóna króna láni til Reykjaneshafnar og á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn spurðu fulltrúar minnihlutans hvort  þá mætti búast við öðru févíti. Eins og greint hefur verið frá beitti Kauphöllin höfnina févíti á dögunum upp á 1,5 milljónir króna þar sem höfnin var talin hafa brotið reglur Kauphallarinnar. Gjaldfallið lán hafði ekki verið tilkynnt með þeim hætti sem ber að gera á skuldabréfum sem skráð eru í Kauphöllinni.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri,  sagði málið alvarlegt því févíti kostaði Reykjaneshöfn upphæðir sem hún hefði engin efni á. „Við ætlumst til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Árni.

Í umræðu um málefni Reykjaneshafnar kom fram að á næstu fimmtán mánuðum vantar höfnina tvo milljarða eingöngu til þess að standa í skilum. Þá er ótalið það fé sem vantar  til framkvæmda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024