Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður Reykjanesbær blár eða grænn? Hitað upp fyrir bikarleik í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 24. maí 2022 kl. 19:06

Verður Reykjanesbær blár eða grænn? Hitað upp fyrir bikarleik í Víkurfréttum vikunnar

Við látum okkur baráttuna um Reykjanesbæ varða. Verður Reykjanesbær blár eða grænn eftir Mjólkurbikarleikinn í Keflavík á miðvikudagskvöld? Spáð er í spilin í blaði vikunnar.

Víkurfréttir voru einnig á íbúafundi í Grindavík vegna óvissustigs almannavarna en náttúran hefur látið finna fyrir sér síðustu daga og vikur. Fjallað er um fundinn í blaðinu. Einnig er rætt við verkfræðing sem er með hugmyndir um hraunbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ferðaþjónustan á Suðurnesjum er einnig til umræðu í blaðinu en við ræðum við þá Daníel Einarsson hjá Reykjanes Geopark og Eyþór Sæmundsson hjá Markaðsstofu Reykjaness. Þeir eru jafnframt gestir okkar í Suðurnesjamagasíni vikunnar, sem sýnt er á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld.

Við tökum hús á Sleipni MC Keflavík sem eru að fara í hringferð um Ísland og ætla að safna fyrir Umhyggju.

Greint er frá útskrift af vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja og rætt við dúxinn.

Fastir liðir eru á sínum stað og þar má nefna nýjan liðsmann í lokaorðum vikunnar. Allt um það í blaðinu.