Verður opnuð herstöð aftur á vellinum?
Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli á nýjan leik, en þessu er varpað fram í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS)
Skýrslan fjallar um neðansjávarhernað í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir skömmu. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum.
Ennfremur segir í skýrslunni að Rússar hafi aukið umsvif sín á Eystrasalti og á Norður-Atlantshafi. Til þess að sporna við þeirri þróun sé mikilvægt að opnuð verði herstöð á ný í gömlu herstöðinni sem nú kallast Ásbrú.