Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður opnuð herstöð aftur á vellinum?
Þriðjudagur 2. ágúst 2016 kl. 22:46

Verður opnuð herstöð aftur á vellinum?

Bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að opna bækistöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli á nýjan leik, en þessu er varpað fram í nýrri skýrslu frá Center for Strategic & International Studies (CSIS)

Skýrslan fjallar um neðansjávarhernað í Norður-Evrópu og var kynnt bandarískum yfirvöldum fyrir skömmu. Í skýrslunni er lagt til að Bandaríkjastjórn hefji að nýju kafbátaleit frá Keflavíkurflugvelli og að stofnað verði til samstarfs við Svía og Finna um varnir gegn kafbátum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ennfremur segir í skýrslunni að Rússar hafi aukið umsvif sín á Eystrasalti og á Norður-Atlantshafi. Til þess að sporna við þeirri þróun sé mikilvægt að opnuð verði herstöð á ný í gömlu herstöðinni sem nú kallast Ásbrú.