Verður nýnemum Fjölbrautaskóla Suðurnesja vísað frá á vorönn?
Um 100 nýnemar Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem sækja um skólavist á vorönn verða teknir inn í skólann með þeim fyrirvara að fjárveitingar fáist frá ríkisvaldinu til skólans. Ólafur Arnbjörnsson skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að vísa þyrfti þessum nemendum úr skóla ef fjárveitingar fjárveiting fæst ekki. „Við verðum að taka þessa nemendur inn með fyrirvara um að fjárveiting fáist frá ríkisvaldinu. Reynslan segir okkur að um 100 nýnemar hafa verið að sækja um á vorönn og við búumst við þeim fjölda nú.“
Á fundi Svæðisráðs Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja sem haldinn var 12. nóvember síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða varðandi aukna fjárveitingu til Fjölbrautaskólans.
„Í ljósi alvarlegs ástands atvinnumála hér á Suðurnesjum og fyrirætlana um fækkun starfa hjá varnarliðinu þarf vart að taka það fram hvaða afleiðingar það hefði á vinnumarkaðinn og þar með atvinnuleysið ef þar á ofan 150-200 ungmennum af Suðurnesjum yrði vísað frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna skorts á fjárveitingum til kennslu. Nú þegar hefur nýnemum sem sótt hafa um á vorönn verið tilkynnt að inntaka þeirra verði háð fjárveitingum til kennslu 2004.
Í ljósi þessa alvarlega ástands vill svæðisráð ítreka fyrri yfirlýsingu frá því í júlí 2003 og skora á Menntamálaráðuneytið, fjárveitingavaldið og Alþingi að tryggja að framlög til skólans séu í samræmi við aðsókn,“ segir í ályktun Svæðisráðsins.
Á fundi Svæðisráðs Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja sem haldinn var 12. nóvember síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða varðandi aukna fjárveitingu til Fjölbrautaskólans.
„Í ljósi alvarlegs ástands atvinnumála hér á Suðurnesjum og fyrirætlana um fækkun starfa hjá varnarliðinu þarf vart að taka það fram hvaða afleiðingar það hefði á vinnumarkaðinn og þar með atvinnuleysið ef þar á ofan 150-200 ungmennum af Suðurnesjum yrði vísað frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna skorts á fjárveitingum til kennslu. Nú þegar hefur nýnemum sem sótt hafa um á vorönn verið tilkynnt að inntaka þeirra verði háð fjárveitingum til kennslu 2004.
Í ljósi þessa alvarlega ástands vill svæðisráð ítreka fyrri yfirlýsingu frá því í júlí 2003 og skora á Menntamálaráðuneytið, fjárveitingavaldið og Alþingi að tryggja að framlög til skólans séu í samræmi við aðsókn,“ segir í ályktun Svæðisráðsins.