Verður Guðrún Gísla hífð upp?
Norska Stórþingið mun að öllum líkindum snúa við ákvörðun Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra, og lyfta flaki Guðrúnar Gísladóttur KE-15 af hafsbotni.
Miklar deilur hafa geysað á Stórþinginu frá því að Ludvigsen ákvað að hætt skyldi við að fjarlægja flakið og einungis olíu og farmi skipsins náð úr því.
Umhverfisverndarsinnar eiga sterka rödd á þinginu og hafa nú aflað málstað sínum meirihlutafylgis. Þannig segir Morgunblaðið að fjárlaganefndin hafi þegar eyrnamerkt 19 milljónir norskra króna til verksins ofan á þær 30 milljónir sem norsk stjórnvöld hafa þegar þurft að punga út frá því að björgunin var tekin úr höndum Íshúss Njarðvíkur.
Mynd: Guðrún Gísladóttir sekkur fyrir réttum tveimur árum