Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður farþegum flogið frá Keflavík til Reykjavíkur?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 20. desember 2022 kl. 08:57

Verður farþegum flogið frá Keflavík til Reykjavíkur?

Icelandair skoðar nú alvarlega þann möguleika að fljúga með farþega sem lentu frá Bandaríkjunum í morgun með 757 þotum félagsins  frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, en Reykjanesbraut var enn lokuð í morgun. Starfsfólk og áhafnir félagsins yrði einnig ferjað til Keflavíkurflugvallar þannig. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair sagði þetta á Bítinu á Bylgjunni á níunda tímanum í morgun. 

Fjórar vélar Icelandair lentu í morgun á Keflavíkurflugvelli frá New York, Denver, Portland og Seattle. Alls um fimm hundruð manns. Fjögurundruð þeirra eru ekki á leið í framhaldsflug. Reykjanesbraut er lokuð og ekki miklar líkur á því að hún verði opnuð fyrir hádegi - því eru þessir farþegar „fastir“ í flugstöðinni. Þar eru fyrir um tvöhundruð manns sem kusu að dvelja þar frekar en að fara með rútum á hótel til Reykjavíkur í gær. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flestum flugferðum dagsins hefur verið aflýst eða frestað. Veður er enn mjög vont og flestir vegir lokaðir. Vonast er til að ástandið lagist seinni partinn eða í kvöld.