Verðskrá HS undir smásjá
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að það fylgist með verðþróun á orkuverði til almennings í kjölfar þess að einkafyrirtæki eignaðist tæpan þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum.
Viðskiptaráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að meirihlutaeign einkaaðila á orkufyrirtækjum komi ekki til álita.
Viðskiptaráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að meirihlutaeign einkaaðila á orkufyrirtækjum komi ekki til álita.