Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verðmætum stolið úr gámum
Miðvikudagur 25. apríl 2012 kl. 09:05

Verðmætum stolið úr gámum



Lögreglunni á Suðurnesjum var nýverið tilkynnt um innbrot og þjófnað úr tveimur gámum sem stóðu á vinnusvæði fyrirtækisins Nesbyggðar. Lás hafði verið klipptur í sundur á öðrum gámnum og gluggi spenntur úr hinum. Sá eða þeir sem þarna voru að verki létu greipar sópa og stálu dýrum verkfærum, svo sem rafmagnshjólsög, hæðaleisermæli, naglabyssu, veltisög og höggborvél. Þá stálu þeir sextíu lítrum af litaðri olíu í þremur tuttugu lítra brúsum merktum Undra. Málið er í rannsókn og eru allir þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar um það beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800.

Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024