Verðmætum stolið úr bílum
Brotist var inn í bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrradag og stolið úr henni Pioneer – tæki með geislaspilara, fjórum hátölurum, skólatösku með bókum, tveimur tölvum, þráðlausri tölvumús og blásturshljóðfæri, þ.e. Barrington horni.
Í öðru tilviki var stolið myndavél og áfengi úr farangursgeymslu bifreiðar.
Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að skilja ekki verðmæta hluti eftir í bifreiðum sínum til að komast megi hjá atvikum af ofangreindu tagi.