Verðmætum stolið úr bíl ferðamanns
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr bifreið við Bláa lónið í gær. Tilkynningin barst frá erlendum ferðamanni sem sagði Samsung síma, tvö sett af airpods og peningum hafa verið stolið úr bifreiðinni meðan viðkomandi var í lóninu. Sá sem fyrir þessu varð taldi verðmæti munanna nema um 150 þúsund krónum.