Verðmætum ljósmyndabúnaði stolið í innbroti
Mjög verðmætum ljósmyndabúnaði var stolið í innbroti í heimahús í Njarðvík á laugardaginn. Myndavélarnar sem um ræðir flokkast sem atvinnumannatæki og ekki algengar á almennum markaði. Önnur vélin er Canon EOS 1Ds Mark II og hin Canon EOS 1D Mark IIn.
Þá var einnig stolið linsum, s.s. Canon 70-200mm F/2.8L IS, Canon 300mm F/4L IS, Canon 24-70mm F/2.8L IS og Canon 15mm F/2.8 Fisheye.
Einnig var stolið minniskortum í myndavélar, fartölvu og fleiru.
Þeir sem hafa einhverja vitneskju um innbrotið eða hvar þýfið gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.
Þá var einnig stolið linsum, s.s. Canon 70-200mm F/2.8L IS, Canon 300mm F/4L IS, Canon 24-70mm F/2.8L IS og Canon 15mm F/2.8 Fisheye.
Einnig var stolið minniskortum í myndavélar, fartölvu og fleiru.
Þeir sem hafa einhverja vitneskju um innbrotið eða hvar þýfið gæti verið að finna eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.