Verðmæti stolið úr bílum
Verðmætum var stolið úr tveimur bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina.
Verðmætum var stolið úr tveimur bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Úr annarri var veski tekið með skilríkjum og greiðslukorti, gps-tæki og rúmlega fimm þúsund krónum. Úr hinni var handtösku stolið, auk farsíma. Farið var inn í fleiri bíla og rótað til í þeim, en engu stolið.
Lögreglan hvetur fólk til að læsa bifreiðum sínum og skilja ekki eftir verðmæta hluti í þeim, sem öllum eru sjáanlegir.