Verðmæti sjávarafla jókst um 11%
 Verðmæti sjávarafla á Suðurnesjum jókst um 11,2% fyrstu 10 mánuði ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmætið jókst úr rúmlega 12,6 milljörðum í rétt rúmlega 14 milljarða.
Verðmæti sjávarafla á Suðurnesjum jókst um 11,2% fyrstu 10 mánuði ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmætið jókst úr rúmlega 12,6 milljörðum í rétt rúmlega 14 milljarða. 
Aflaverðmæti þorsks jókst um hátt í 400 milljónir og ufsa um 348 milljónir. Þá var mikil verðmætaaukning í síldinni á milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um verðmæti sjávarafla.
Á landsvísu varð 15,6% aukning á sama tímabili, fór úr 69 milljörðum í tæpa 80 milljarða.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				