Verðmæti ennþá í geymsluhólfum Landsbankans í Grindavík
tarfsfólk Landsbankans hugðist flytja geymsluhólf í útibúinu úr bænum að morgni 14. nóvember en var snúið frá af lögreglu á grundvelli áhættumats. Margir viðskiptavinir eru með geymsluhólf í útibúinu.
„Við höfum óskað eftir sérstakri heimild frá Almannavörnum til að fara í útibúið, fjarlægja geymsluhólfin sem þar eru og flytja þau í annað útibú. Við vonumst til að geta upplýst viðskiptavini sem eru með hólf í útibúinu um næstu skref fljótlega,“ segir í tilkynningu á vef bankans.
Þar kemur jafnframt fram að starfsfólk bankans í Grindavík hefur, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og þau munu öll halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu á meðan lokað er í Grindavík.
Nánar má lesa um bankaþjónustu við Grindvíkinga hér.