Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verðmætabjörgun gekk áfallalaust
Mánudagur 13. nóvember 2023 kl. 21:53

Verðmætabjörgun gekk áfallalaust

Klukkan 16:00 voru þeir íbúar Grindavíkur sem þar voru staddir, beðnir að yfirgefa bæinn á ný, og um 16:30 fóru björgunarsveitir um bæinn til að tryggja að allir væru á leið burt. Verkefni dagsins gekk áfallalaust fyrir sig, og fjölmargir fengu tækifæri til að nálgast nauðsynjar og verðmæti af heimilum sínum.

„Það gleður okkur að aðgerðin hafi gengið vel,“ segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fyrramálið kemur í ljós hvort þeir íbúar sem ekki komust í dag, fái þá tækifæri til að fara inn á heimili sín í stutta stund til að nálgast það sem er þeim kærast.

Vel gekk að bjarga gæludýrum sem skilin höfðu verið eftir í dag en Dýrfinna gat bjargaði að minnsta kosti 49 köttum í dag en ellefu fundust ekki heima hjá sér.