Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verðlaunahross á nauðungaruppboði
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 12:09

Verðlaunahross á nauðungaruppboði

- ásamt um 100 fasteignum og skipum.

 
Það lætur nærri að um 100 fasteignir og skip hafi verið auglýst á nauðungaruppboði í Víkurfréttum í gær. Það er Sýslumaðurinn í Keflavík sem auglýsir uppboðin. Auk fasteigna og skipa eru nokkur ökutæki auglýst á uppboði, tölvubúnaður og Glotti frá Sveinstungu.
 
Glotti hefur hlotið í kynbótadómi 8,63 í aðaleinkunn. Fyrir hæfileika hlaut hann frábæran dóm, 8.97 og fyrir sköpulag 8.11, segir á hrossaræktarsíðu. Þar segir einnig að hann taki á móti hryssum og að Glotti frá Sveinatungu hafi fengið hæstu hæfileikaeinkunn 4 vetra stóðhesta á LM2006.




---
Myndir: Á meðal þess sem boðið verður upp á næstu dögum af Sýslumanninum í Keflavík er hann Glotti frá Sveinstungu. Hann er á efri myndinni en myndina í stærri útgáfu má finna hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024