Verðlaunahafar úr sama skóla og bekk
Fengu viðurkenningu 112 deginum.
112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær um allt land og var sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Allir nemendur 3. bekkja á Suðurnesjum skiluðu inn svörum við getraun í desember sl. sem fóru svo í pott sem tvær lausnir voru dregnar úr. Algjör tilviljun réði því að báðir nemendurnir, Mónika Niznianska og Halldór Örn Jóhannsson, eru í sama sama skóla, Holtaskóla og einnig sama bekk. Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja, Sigurður Skarphéðisson og Jóhann Sævar Kristbergsson, afhentu verðlaunin.
VF/Olga Björt