Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Verðlaunahafar úr sama skóla og bekk
Verðlaunahafarnir, Mónika Niznianska og Halldór Örn Jóhannsson ásamt fulltrúum Brunavarna Suðurnesja, Sigurði Skarphéðissyni og Jóhanni Sævari Kristbergssyni.
Fimmtudagur 12. febrúar 2015 kl. 13:11

Verðlaunahafar úr sama skóla og bekk

Fengu viðurkenningu 112 deginum.

 

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær um allt land og var sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Allir nemendur 3. bekkja á Suðurnesjum skiluðu inn svörum við getraun í desember sl. sem fóru svo í pott sem tvær lausnir voru dregnar úr. Algjör tilviljun réði því að báðir nemendurnir, Mónika Niznianska og Halldór Örn Jóhannsson, eru í sama sama skóla, Holtaskóla og einnig sama bekk. Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja, Sigurður Skarphéðisson og Jóhann Sævar Kristbergsson, afhentu verðlaunin. 

 
 
 
 
 
 
VF/Olga Björt
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024