Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru
Tómas ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hrönn Kjartansdóttur, og ráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. Mynd af Facebook síðu Tómasar.
Miðvikudagur 17. september 2014 kl. 09:45

Verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru

Tómas J. Knútsson hlaut í gær verðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir starf sitt í þágu umhverfisverndar. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, afhenti verðlaunin í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Tómas hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholt, en Tómas stofnaði Bláa herinn, frjáls félagasamtök sem hafa starfað síðan árið 1995 að umhverfisvernd í hafinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Facebook síðu sinni setti Tómas í gær eftirfarandi orðsendingu: „Sannarlega einn af viðburðaríkustu dögum sem ég hef upplifað sem stofnandi Bláa hersins. Tók auðmjúkur við mikilli viðurkenningu fyrir störf mín, skoraði á RÚV að fylgjast með störfum okkar í framtíðinni, ræddi við afmælisbarn og yfirnáttúruverndara þjóðarinnar og fór svo í fjöruferð með Umhverfisstofnun um Álftanesið og sagði frá ýmsu úr starfi okkar, kærar þakkir fyrir mig.“

Tómas ásamt Ómari Ragnarssyni, en verðlaunin eru veitt á afmælisdegi Ómars.