Verðandi frumkvöðlar fá tilsögn
Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja mun á næstunni standa fyrir frumkvöðlanámskeiði í samvinnu við 88-húsið.
Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára sem er í atvinnuleit og miðar að því að breyta hugsunarhætti þátttakenda með það að markmiði að efla skapandi hugsun og sjá möguleika þar sem þeir virtust ekki vera til staðar.
María Rut Reynisdóttir er leiðbeinandi á námskeiðinu, en hún er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur undanfarin tvö ár numið frumkvöðlastarfsemi og stjórnun við KaosPilot skólann í Árósum í Danmörku.
„Þátttakendur fá verkefni til að spreyta sig á þar sem þau munu vinna í hópum auk þess sem þau munu fá góða einkaþjálfun“, sagði María Rut í samtali við Víkurfréttir í dag. „Þar verður lögð áhersla á að hugsa jákvætt og á skapandi hátt. Þetta verður eins konar innblástursnámskeið.“
Þátttakendur munu fá í hendur verkefni t.d. frá bænum þar sem þau kappkosta við að finna nýstárlegar lausnir. Þeir munu svo kynna hugmyndir sínar fyrir viðkomandi aðilum.
Námskeiðið hefst á mánudaginn og mun standa yfir í 4 vikur. Að námskeiðinu loknu fá allir þátttakendur viðurkenningaskjal.
Kynningarfundur verður haldinn á fimmtudaginn kl. 15 í 88-húsinu og vilja aðstandendur hvetja alla til að kynna sér þessa skemmtilegu nýbreytni.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: María Rut Reynisdóttir
Námskeiðið er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára sem er í atvinnuleit og miðar að því að breyta hugsunarhætti þátttakenda með það að markmiði að efla skapandi hugsun og sjá möguleika þar sem þeir virtust ekki vera til staðar.
María Rut Reynisdóttir er leiðbeinandi á námskeiðinu, en hún er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur undanfarin tvö ár numið frumkvöðlastarfsemi og stjórnun við KaosPilot skólann í Árósum í Danmörku.
„Þátttakendur fá verkefni til að spreyta sig á þar sem þau munu vinna í hópum auk þess sem þau munu fá góða einkaþjálfun“, sagði María Rut í samtali við Víkurfréttir í dag. „Þar verður lögð áhersla á að hugsa jákvætt og á skapandi hátt. Þetta verður eins konar innblástursnámskeið.“
Þátttakendur munu fá í hendur verkefni t.d. frá bænum þar sem þau kappkosta við að finna nýstárlegar lausnir. Þeir munu svo kynna hugmyndir sínar fyrir viðkomandi aðilum.
Námskeiðið hefst á mánudaginn og mun standa yfir í 4 vikur. Að námskeiðinu loknu fá allir þátttakendur viðurkenningaskjal.
Kynningarfundur verður haldinn á fimmtudaginn kl. 15 í 88-húsinu og vilja aðstandendur hvetja alla til að kynna sér þessa skemmtilegu nýbreytni.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: María Rut Reynisdóttir