Verð stakra skólamáltíða hækkar um 34%
Frá og með næstu mánaðamótum hækkar verð stakra skólamáltíða í Reykjanesbæ úr 235 kr. í 312 krónur eða um tæp 34%. Bæjarráð samykkti í morgun tillögu þessa efnis frá bæjarstjóra en um síðustu mánaðamót hækkaði verð skólamáltíða frá verktaka til bæjarins. Minnihlutinn í bæjaráði greiddi atkvæði gegn breytingunni og segir hana vera tilraun til neyslustýringar.
Lagt var til að verð máltíða í áskrift til foreldra yrði áfram 185 krónur en verð stakra máltíða hækkaði í 312 krónur.
Niðurgreiðsla bæjarsjóðs yrði því 176 kr á máltíð hvort sem um væri að ræða áskrift eða staka máltíð. Í áskrift er hægt að velja að um ákveðinn fjölda máltíða í viku. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans sem lagði fram eftirfarandi bókun:
”Við tökum undir þau sjónarmið sem koma fram í erindi bæjarstjóra um uppeldislegt gildi skólamáltíða, en getum ekki fallist á að verið sé að hækka verð fyrir stakar skólamáltíðir úr kr. 235 í kr. 312 eða um tæp 34%. Slík tilraun til neyslustýringar getur hreinlega snúist upp í andhverfu sína og komið í veg fyrir að nemendur kaupi sér fæði í skólanum. Þessi tillaga samræmist ekki sjónarmiðum A-listans um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og við greiðum því atkvæði gegn henni”.
Lagt var til að verð máltíða í áskrift til foreldra yrði áfram 185 krónur en verð stakra máltíða hækkaði í 312 krónur.
Niðurgreiðsla bæjarsjóðs yrði því 176 kr á máltíð hvort sem um væri að ræða áskrift eða staka máltíð. Í áskrift er hægt að velja að um ákveðinn fjölda máltíða í viku. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans sem lagði fram eftirfarandi bókun:
”Við tökum undir þau sjónarmið sem koma fram í erindi bæjarstjóra um uppeldislegt gildi skólamáltíða, en getum ekki fallist á að verið sé að hækka verð fyrir stakar skólamáltíðir úr kr. 235 í kr. 312 eða um tæp 34%. Slík tilraun til neyslustýringar getur hreinlega snúist upp í andhverfu sína og komið í veg fyrir að nemendur kaupi sér fæði í skólanum. Þessi tillaga samræmist ekki sjónarmiðum A-listans um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og við greiðum því atkvæði gegn henni”.