Velunnurum HSS færðar þakkir
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst á síðasta ári og fram á þetta ár mikill fjöldi gjafa og peningastyrkja sem nýttir voru í samráði við gefendur og velunnara til kaupa á tækjum, húsbúnaði og fleiri nauðsynjum.
Hlýhugurinn sem fylgir þessum góðu gjöfum er HSS og starfsfólki afar mikilvægur og verður seint fullþakkaður. Velunnurum HSS var boðið til kaffisamsætis í síðustu viku þar sem einlægum þökkum var komið á framfæri.
Eftirfarandi gjafir bárust HSS:
Til Slysa-og bráðamóttöku:
Hilmar Bragi Bárðarson gaf Ipad spjaldtölvu.
Greitt úr Styrktar- og gjafasjóði HSS fyrir hjartastuðtæki.
Greitt úr Styrktar- og gjafasjóði HSS fyrir sófa.
Greitt úr Styrktar- og gjafasjóði HSS fyrir sjónvarpi.
Til Heilsugæslu:
ISAVIA gaf hjartalínuritstæki.
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja gaf 3 stk. af eyrna og augnskoðunartækjum fyrir afrakstur af leiksýningunni Dirty Dancing.
Til Ljósmæðravaktar:
Fríða Rögnvaldsdóttir listakona gaf málverk.
Fjóla Jórunn Guðmundsdóttir gaf mikið af fallegum og nýjum barnafötum fyrir deildina.
Lilja Hafsteinsdóttir gaf ungbarnasmekki.
Eldri borgarar í Sandgerði gáfu mikið af barnasokkum.
Rúna Ólafsdóttir gaf ilmolíulampa.
Til Sjúkradeildar:
Fjölskylda Sigríðar Höllu Einarsdóttur, sem lést á sjúkradeild HSS, gáfu La-Z-Boy stól.
Sesselja Ingimarsdóttir gaf hjólastól til minningar um eiginmann sinn Guðmund Sigurðsson, sem lést á sjúkradeild HSS.
Edda Björk Bogadóttir gaf peningsgjöf til minningar um eiginmann sinn, Sigurð Jónsson, sem lést á sjúkradeild HSS.
Lilja Gunnarsdóttir gaf fimm eggjabakkadýnur til minningar um eiginmann sinn Jón Söring, sem lést á sjúkradeild HSS.
Aðstandendur Sigurðar Þórs Jörgenssonar, sem lést á sjúkradeild HSS í október, og Sigrúnar Gissurardóttur, sem lést á deildinni í júlí 2013, gáfu starfsfólki nuddsessu.
Hilmar Bragi Bárðarson gaf starfsfólki sjúkradeildar og hjúkrunarmóttöku leikhúsmiða.
Lionsklúbbur Keflavíkur gaf vökvadælu og fylgihluti fyrir krabbameinslyfjagjafir.
Greitt úr Styrktar- og gjafasjóði HSS fyrir borð frá Tekk Company.