Velti í vímu á Vatnsleysuströnd
Maður er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann velti bifreið sinni á Vatnsleysustrandarvegi í gærkvöldi. Þegar lögreglan kom á slysstað í gærkvöldi var bifreið mannsins talsvert skemmd.
Maðurinn sjálfur hafði hins vegar hruflað sig aðeins. Hann var hins vegar í þannig ástandi að augljóst mátti vera að hann var ekki fær um akstur ökutækis. Maðurinn var því færður í fangageymslu og átti að yfirheyra hann þegar víman væri runnin af honum í dag.