Velti fjórhjóli við Grænás
Ökumaður velti fjórhjóli sínu norðan við Grænás hjá Reykjanesbraut um kvöldmatarleitið í gær.
Ökumaður var á leið frá Garði og fór á reiðveg til að stytta sér leið en þar velti hann hjóli sínu og var sjúkralið kallað á vettvang. Samkvæmt fregnum var talið að maðurinn hafi viðbeinsbrotnað en hann var með fullri meðvitund þegar að var komið.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.