Velti bílnum við Mánagrund
Ökumaður missti stjórn á bifreið sem hann ók á sjöunda tímanum í gærkvöldi en slapp ómeiddur. Ökumaður var að koma úr hringtorgi við hesthúsahverfið Mánagrund og á leið sinni eftir Garðskagaveginum í átt að flugvellinum. Lögregla taldi hann ekki hafa verið á miklum hraða þar sem bíllinn valt aðeins hálfa veltu og endaði á þakinu en mikla og skyndilega hálku gerði í gær og var mikið um árekstra og útafkeyrslur í gær.
Víkurfréttamyndir: Siggi Jóns