Velti bíl fullur, próflaus og ótryggður
Bílvelta varð á Sandgerðisvegi eftir hádegi í gær en engin slys urðu á fólki. Þar átti hlut að máli ökumaður sem hafði þegar verið sviptur ökuréttindum og var í ofanálag verulega ölvaður eins og segir í dagbók lögreglu. Bifreiðin var auk þess ótryggð, en þetta var í fjórða skiptið sem þessi sami maður er tekinmn fyrir ölvunarakstur frá árinu 2005.
Í gærdag bar lítið annað til tíðinda nema að nokkrir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur.
Í nótt voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur.
Í gærdag bar lítið annað til tíðinda nema að nokkrir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur.
Í nótt voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur.