Vélin lent heilu og höldnu
Hér má sjá myndir af flugvélinni sem lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli þar sem viðbúnaður var gríðarlegur. Betur fór en á horfðist en hjól losnaði undan vélinni með þeim afleiðingum að lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi. Lendingin gekk vel og eru allir ómeiddir eftir því sem best er komist.
Fleiri fréttir birtast innan skamms á vf.is
Vélin við það að snerta flugbrautina.
Vélin hefur stöðvað og allt virðist vera í lagi.
Vélin flaug lágflug yfir Leifsstöð þar sem hjólabúnaður var skoðaður.
VF-myndir: Páll Ketilsson og Eyþór Sæmundsson