Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vélhjólaslys í Sandgerði
Sunnudagur 9. maí 2010 kl. 12:30

Vélhjólaslys í Sandgerði

Vélhjólaslys varð í Sandgerði seint í gærkvöldi, þegar vélhjóli var ekið aftan á fólksbíl. Fólksbíllinn var á stöðvunarskyldu er óhappið varð og mótorhjólið hafði einnig hægt á annars rólegri ferð. Engan sakaði í fólksbílnum.


Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp ökumaður vélhjólsins með lítilsháttar meiðsl og var með fulla meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði. Hann var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024